laugardagur, janúar 08, 2005

Föstudagskvöld og fögur orð

Átti góða stund á Laugarnesveginum í gær (hvar Jón Torfi er heimilismaður (sem finnst ég ekki tala nógu mikið um hann á blogginu mínu(gerði hann CTRL F og sá hann bara nafn sitt einu sinni bera við góma hér svo ég hef ákveðið að gera honum aðeins til geðs og nefna hann einu sinni í viðbót í það minnsta(ein byrjuð á svigunum aftur)))) og voru fögur orð í hávegum höfð þar. Ég átti ekki við að skrá hjá mér orðin sem flugu um loftið og komst ég því að þeirri niðurstöðu að vinir mínir sem deildu þessari kvöldstund með mér eru einkar vel mæltir sem skiptir veigamiklu máli í þessu lífi. Ragnar Brjánn var kominn eilítið í glas og breyttist hægt og rólega í Guðna Ágústsson í talanda (þar sem tvö tré koma saman, þar er skógur) sér til mikillar skelfingar en okkur hinum til mikillar ánægju og upplyftingar.
Jón Torfi og Villi skiptust á fallegum orðum villt og galið en ég var ekki nógu dugleg að skrá hjá mér (því gleymdi bókinni minni góðu heima (en það þýðir ekki að gráta hið liðna (ég naut orðanna þegar þau flugu á loft og verður það að nægja að sinni))). En til að nefna einhver orð og setningar (?) sem flugu um loftið: “okkar í millum”, “meinvarpast”, “helgott”, “krankleiki”, “hún er svo focking sexy” (sagt um Ingibjörgu Sólrúnu í kaldhæðni(eða kannski ekki(maður veit ekki))), “mæra”, “dólgur”, og svo miklu, miklu meira.

Læt þetta nægja í bili. Skrýtin færsla. Gaman að skrifa um falleg orð sem ég man ekki einu sinni.