Annáll 2004
Bestu tónleikar: Damien Rice. Hann er sætur. Hann kann að syngja angurvært og hann gaf Sörunni eiginhandaráritun.
Verstu tónleikar: Pixies tónleikarnir í Kaplakrika. Geispaði villt og galið og langaði mest heim að sofa.
Besta móment: Þegar ég bað Guðmund Steingrímsson um eiginhandaráritun. Ekkert skammarlegt, nei, nei.
Besta lagið: Hey Ya! eða var það 2003? Mér er sama. Hey Ya! verður alltaf lag ársins í mínu hjarta, sama hvaða ár er.
Besti geisladiskur: Kanye West: College Dropout.
Sorglegasta stund: Að Sex And The City skyldi líða undir lok
Besta kvikmynd: KillBill 2/Shrek 2/ Eternal Sunshine of the Spotless Mind/ Lost in Translation. Get ekki ákveðið.
Ánægjulegasti viðburður: Sumarið 2004 og blíðskaparveðrið sem því fylgdi.
Besta nýja sjónvarpsefni: The OC. Drama ríka og fallega fólksins. Dramatískt en skemmtilegt.
Leiðinlegasta atvik: Þegar ég missti af fyrri helmingnum af Starsailor tónleikunum því las vitlaust á miðann og þegar mér var hent út af netinu á kolleginu mínu.
Menningarviðburður: Sýning Íslenska Dansflokksins á Lúna og hinu sem ég man ekki hvað heitir en man að það innihélt karlmenn í tjullpilsum. Með því fyndnara sem ég hef séð.
Besta fjárfesting: Fartölvan mín
Heiti reiturinn (e. Hot Spot): Kaffibarinn, hvar ég dvaldi ósjaldan á síðasta ári.
Fallegasti fýrinn: Jude Law. Fáir fegurri en hann.
Leikrit: Rómeó og Júlía. Gaman að fara á leiksýningu með loftfimleikaívafi.
Söngleikur: Hárið (eða Hair) enda eini söngleikurinn sem ég fór á.
Flottasti dansinn: Thriller dansinn dansaður af Jennifer Garner (Alias gellu), Mark Ruffalo og fleirum í myndinni "13 going on 30" (já ég fór á þessa mynd í bíó).
Skammarlegasta atvik: Þegar við Gígja þurftum að burðast með risakassa í strætó sem innihélt vitlausan stól sem IKEA í Danmörku seldi mér og við auðvitað villtumst og svo kom rigning og allt var ómögulegt en IKEA bætti góða skapið svo um munaði með því að eiga ekki rétta stólinn er við loks komumst þangað en borguðu þó fyrir okkur strætófargjaldið okkur til mikillar ánægju (lesist með kaldhæðni).
Þá er þetta komið í bili. Megið þið öll eiga ánægjulegt ár.
<< Home