miðvikudagur, desember 29, 2004

Drop it like it's hot

Þá eru jólin liðin í öllum sínum ljóma. Stystu jól sem ég hef upplifað hingað til en ágæt voru þau nú samt. Fallegar gjafir, góður matur, andvökunætur og mikill svefn, kíkt á lífið niðrí bæ á annan í jólum, Kiefer Sutherland borinn augum (sem er by the way svo lítill að það hálfa væri sautján). Já, bara þetta venjulega. Fallegasta gjöfin mín var án efa bleiki ipod mini-inn (með fullri virðingu fyrir öllum hinum gjöfunum sem ég fékk, þær voru líka fallegar) og er ég búin að hlaða hann fullan af tónlist. Setti einhver 800 lög inná hann á jóladag en er þó bara búin að hlusta á sömu tvö lögin aftur og aftur enda eru þau æðisleg. "Drop it like it's hot" með þeim Pharrel og Snoop Dogg og "Millionaire" með Kelis og Andre 3000. Þegar ég fæ ógeð á þeim er aldrei að vita nema að ég gefi hinum 798 lögunum sem eru inná ipodinum mínum tækifæri en þangað til þá eru það bara þessi tvö sem fá alla mína athygli.