sunnudagur, október 03, 2004

Pú og Pa eru einkar skemmtilegt fyrirbæri (e. phenomenon). Gott framtak hjá Fréttablaðinu að birta daglega myndasögur af englunum kaldhæðnu í himnaríki (og ennþá betra framtak hjá Fréttablaðinu að birta sjálft blaðið í heilu lagi á netinu svo ég geti "blaðað" í því daglega hér í Danmörku mér til fróðleiks og gleði (ég verð að sjálfsögðu að fylgjast með vikulegu pistlunum hans Guðmundar Steingrímssonar eins og venjan var heima á Íslandi (sumu getur maður bara ekki horfið frá (og pistlarnir hans eru eitt af því)))).

Annað sem mér finnst gaman að gera á vafri mínu um netheima er að skoða bloggið hans Zach Braff (sem ég rakst á þegar ég var að vafra á síðunni hans Þóris Kjána) sem þið þekkið e.t.v. af leik hans sem J.D. í Scrubs ( Zach Braff leikur í Scrubs en ekki Þórir Kjáni svona til að koma í veg fyrir misskilning) og ennfremur er hann leikstjóri/handritshöfundur/aðalleikari myndarinnar Garden State sem ég býð með ofvæni eftir að sjá (sú bið gæti verið löng þar sem ég dvel í DK sem er ekki mjög framarlega á sviði bíómyndanna (andvarp)). Já en bloggið hans Zach Braff er með eindæmum fyndið og vel skrifað og ef þið hafið einhvern snefil af þeim áhuga sem ég hef á hnyttnum skrifum þá endilega kíkið á það.