miðvikudagur, desember 13, 2006

Surtla

"Þetta var væn kind og falleg. Andlitið mikið og frítt og sérstaklega gáfulegt.
Þegar hér var komið sögu, myndaðist allt í einu nýtt og óvænt viðhorf í málinu. Þá bar að fjóra menn, vopnaða byssum, neðan frá undirlendinu, þrjá úr Reykjavík og einn úr Sandgerði. Svall þeim veiðibræði mjög í huga, er þeir sáu ána. Einn var svo óðfús að skjóta, að hann gáði þess ekki, að þegar hann miðaði á ána, þá hafði hann Hákon líka í sigti. Hallgrímur benti honum á þetta og bað hann blessaðan að skjóta ekki bróður sinn. Lét þá skyttan byssuna falla. Hákon ávarpaði aðkomumenn og bað þess að ærin væri ekki skotin. En orð hans báru sama árangur og orð Snorra forðum, er hann sagði í Reykholti: "Eigi skal höggva." Skotin gullu við hvert af öðru. Lokst tókst Sigurgeiri Stefánssyni að fella hana í þriðja skoti. Var það, sem betur fór, eina skotið, sem hæfði.


Þetta er með því fyndnara sem ég hef séð /lesið (wotever). "Frægasta kind Íslandssögunnar" Ég sprakk úr hlátri.

Þetta og sú staðreynd að síðasti (rándýri) Geirfuglinn drukknaði næstum í gær voru aðalfréttir gærkvöldsins.

Gaman að þessu.

föstudagur, desember 01, 2006

Dagur rauða nefsins

Það er sem sagt nóg að banna eitthvað til að það hverfi:

Frábær frétt

Spes.

Já ég er að blogga. Og vá hvað er langt síðan síðast. En kannski er ég líka hætt þessu. Æj ég veit ekki. Mig langar í einhvern sem tekur allar mínar ákvarðanir. Þá væri gaman að lifa.

miðvikudagur, október 04, 2006

Ahmmm

Jahá ég hef eiginlega ekkert merkilegt að segja sko. Var að koma úr gítartíma. Ég og allir unglingarnir saman komnir. Sko á ganginum. Annars eru það bara ég og Chris í stofu tíu. Rosa kósý. Chris er voða fínn gaur. Heldur að ég ætli að meika það í tónlistarbransanum. "We must not let the guitar shadow your voice". (Wot?)

Á morgun verð ég mamma í fimm daga. Einstæð þriggja barna móðir. Hlakka ógsla til! Var að spá í að mæta með Eirík í Afleiðukúrsinn annað kvöld og tala svo voða hátt um það í kaffipásunni hvað það sé nú erfitt að vera einstæð þriggja barna móðir í fullu námi OG einum kúrs í Háskólanum. Djók. Ég ætla bara að fá pössun. Tek hann ekkert með.

Hvað meira? Já, kórinn minn (já ég er lúði, hættaðbögggamig!) er að fara að halda tónleika á sunnudaginn. Mótettukórinn sem sagt. Held alveg að ykkur vinum mínum finnist þetta allt í lagi. Bara vera opin fyrir öllu er það ekki? Ég verð þarna í voða fínum kjól og rauð í framan því lögin eru öll uppi á háa einhverju. Hvað er skemmtilegra en það. Ha?

Allavega ég fæ einhverja boðsmiða sem ég læt ykkur fá. Þið vitið hver þið eruð.

Ming are you coming? I would really like you to come. You are so cultural and you know I really need that tripod!

En nú er best að hætta þessu bulli. Þarf víst að pakka og segja bless við Flyðró í bili.

sunnudagur, október 01, 2006

Hangsari

Sella er nýfarin og ég ætlaði bara að fara að sofa sem er eðlilegt því þarf að syngja í messu í fyrramálið (ehemm lúði.is) en svo þurfti ég bara aðeins að kíkja á feisbúkk. Úff og ég bara hangsa og hangsa á meðan klukkan tifar. Rosa sniðugt hvernig maður upplódar myndum jahá.

Sá norðurljós áðan ha Solla! Það eru sem sagt víst mjög flott norðurljós í "stórborginni". Fjólublá og græn allt í senn.

Open Book með Ed Harcourt er rosa fallegt lag. Er að blasta það í drasl núna. Og já Lost Cause með Beck og ég veit ég hef sagt þetta áður en nýi diskurinn hans JT er snilld! Nú er uppáhaldslagið mitt "Losing my way". Við Sunna fórum á Fusion dæmið í Laugum í dag. Danstími hjá gaurnum sem kenndi JT að dansa og dönsuðum við einmitt mjög svalan dans við fyrrnefnt lag. Snilldartími! Vildi að ég væri dansari bara alltaf eitthvað að dansa í tónlistarmyndböndum.

Jæja best að fara í háttinn. Messan kallar.

Ú já fór á Börn áðan. Besta íslenska mynd sem ég hef séð. Gísli Örn flottur gaur.

fimmtudagur, september 28, 2006

Facebook

Ég (og hinir allir) er orðin húkkd á feisbúkk. Þetta er sko miklu betra en mæspeis (no offense Tom).

Engar óþolandi hljómsveitir allaf að adda manni allan daginn og bara frábært.

Eini gallinn er sá að maður vinnur minna.

Þarf að bæta það hið snarasta.

www.facebook.com

mánudagur, september 25, 2006

Tender love is blind

Ég get ekki hætt að söngla þetta lag.

Islands in the stream með Dolly Parton og uhhh Kenny Rogers held ég.

Fór í óvissuferð Actavis (edrú) og það var mjög áhugavert. Frábært að sjá hvað sumt fólk verður skrýtið þegar það drekkur mikið.

Þarna var stelpan með tvær fléttur í hárinu og of þröngum kúrekafötum sem vissi ábyggilega ekkert hvað hún var að gera þarna. Labbaði á ská og borðaði matinn sinn með höndunum. Lagði sig svo uppá borði þegar hún var þreytt. Rosalega sjarmerandi.

Svo voru það mjóu dökkhærðu konurnar tvær sem stóðu inni í karókíherberginu sem dáleiddar við míkrafóninn og sungu allt sem varpað var upp á skjáinn. Með slökkt á mæknum samt. Frekar spes.

Ég brunaði svo yfir kambana (á 80 km hraða) á kaffibarinn með Írisi, Magdalenu og nýja vini okkar frá New York honum Ming (ég kýs að kalla hann splæsa.is) á miðnætti. Hann bara splæsti á okkur Írisi allt kvöldið og var voða kammó.

"Oh so you are coming to New York thanksgiving weekend. Great. I'll cook for you and your family".

(Líka soldið spes (ég er óvön svona einum of vinalegu fólki ))

Það er allavega fullt af mjög spes fólki hér í Actavis. Það eitt er víst. (Og nú er ég hætt að segja spes)

Hér er svo skemmtilegt vidjó sem Anna Regína sendi mér í morgun þegar mánudagsmæðan var að angra mig. Hún fór í snatri.

sunnudagur, september 24, 2006

Ég elska nýju JT plötuna!

Tók smá tíma sko samt. Fyrst var hún ekkert eftirminnileg.

En núna heyri ég bara hvern hittarann á fætur öðrum.

Akkúrat núna er uppáhaldslagið mitt "My Love".

Because, I can see us holding hands
Walking on the beach our toes in the sand
I can see us in the country side
Sitting in the grass laying side by side
You can be my baby
Gonna make you my lady
Girl you amaze me
Aint gotta do nothin crazy
See all I want you to do is be my love

mánudagur, september 18, 2006

Mér finnst Meat Loaf miklu flottari en Celine Dion.

It´s all coming back to me á Youtube

Flott lag.

Fangelsi

Upp á síðkastið hef ég verið að horfa á prison break þættina.

Klára fyrstu seríu og svona dót sem ég átti alltaf eftir að gera.

Dreymdi svo í nótt að ég væri í fangelsi (skrýtið?) en var ekkert smá sátt við það.

Þarna þurfti ég ekki að borga leigu. Fékk alveg fínan mat. Hafði nægan tíma til að tjilla í ræktinni. Já þetta var bara ljúft líf.

Svo vaknaði ég.

miðvikudagur, september 13, 2006

Týpiskt samtal við Sunnu:

Sara: "Mig langar að vera með topp"

Sunna: "Mig langar að vera með sítt ljóst hár og kunna að dansa"

(Vildi að ég væri á lokaðri skrifstofu svo enginn heyrði hvað ég væri bjánaleg.)

mánudagur, september 11, 2006

Þetta er snilld.


Sá þetta á síðunni hans Gummajóh og er búin að horfa á í allan dag (eða þú veist vinna inn á milli). Ekkert smá fyndið að sjá allt þetta gamla fólk taka lagið sitt 24 árum síðar og gera bara betur ef eitthvað er.

Annars hef ég ekkert að segja.

Bakaði kanilsnúða í gær og horfði á leiðinlegasta þátt sem ég hef séð á ævi minni (kalt mat). Falcon Beach. Ljótt fólk með strípur á einhverri strönd að væla yfir dópistavandamálum. Það er voða vinsælt að gera strandardrama ríka fólksins þessa dagana. Útaf O.C. svo sem. En hættið þessu nú. Þetta er bara leiðinlegt. Vantar allt fallega fólkið og góðu tónlistina sem O.C býður okkur upp á. Jájá best að hætta þessu bulli.

þriðjudagur, september 05, 2006

Ætli Dísa í Wordclass leyfi mér að stilla brettunum svona upp svo ég geti æft þennan dans?

Nei maður bara spyr sig.

(Ein að missa sig á youtube (í gær var ég dottin í að skoða allskonar vidjó með e-u fólki sem heitir Will og Janelle (who?) og eru í e-m þætti sem heitir Big Brother (what?) (hvað er að mér?))).

sunnudagur, september 03, 2006

JT

Þetta er flott:

JT á VMA

Hlakka til að heyra nýju plötuna hjá kallinum.

Langar samt meira að sjá hann á tónleikum takandi tryllt dansspor hægri vinstri.

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Gamlir karlar

Ég er búin að vera með þessa laglínu á heilanum í allan dag:

"Eitt sinn verða allir menn að deyja,
Eftir langan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt."

Kannski er það útaf því að Villi frændi var í heimsókn uppá Dyngjó. Þegar tveir gamlir kallar koma svona saman er tilefni til að raula ótrúlega óviðeigandi lag. Er það ekki annars?

Ég reyndi að raula þetta í lágstöfum á meðan þeir heyrðu til. Annars veit ég ekki hví ég er að væla. Þeir heyrðu ábyggilega ekkert hvað ég var að raula. Komnir svona pínu til ára sinna.

Einhvernveginn endaði svo heimsóknin á því að ég reyndi að útskýra fyrir þeim bræðrum muninn á .mov og .avi. Af hverju er ég alltaf að útskýra tölvudót fyrir fólki sem veit ekkert hvað ég er að tala um? Þeir hlustuðu samt af ákefð og þóttust skilja mig. Sá í gegnum það. Bofsuðu ekkert í því sem ég var að bulla.

mánudagur, ágúst 21, 2006

Menningarnótt

Uppáhaldsdagurinn minn á árinu var síðasta laugardag og var ég dugleg að menningarsinnast (ef það er orð).

Ég tók daginn snemma. Hljóp samt ekki ef þið haldið það. Sunna hljóp svo ég horfði á hana staulast í mark. Litla lufsan alveg að deyja þarna í lokin. Skil það mætavel. Hefðum betur sleppt hvítvíninu þarna kvöldið áður.

Essin þrjú röltu svo um miðbæinn í leit að menningu allan liðlangan daginn.

Flottasta sem ég sá var Royal Fortune. Aldrei heyrt um þá en kannaðist við söngvarann. Held ég hafi hitt hann oft á Moose á meðan Danmerkurdvöl minni stóð í hitteðfyrra. Hann allavega söng eins og engill og þeir allir meðlimir bara frekar góðir jájá. Vona að þeir spili á Airwaves líka (sem er by ðe way uppáhaldshátíðin mín á árinu).

Endaði svo daginn á að "kíkja" aðeins á Reykjavík upphrópunarmerki spila hjá Landsbankanum en ég festist þar því allir unglingar landsins voru þar saman komnir svo sá bara nær allt sem Landsbankinn hafði uppá að bjóða. Þarf svo sem ekkert að væla yfir því.

Á næsta ári ætla ég svo að byrja daginn á að hlaupa 10 km. Það er miklu meira kúl. Held ég.

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

If She Wants Me

Það er háð dögunum hvaða lag er uppáhaldslag mitt hverju sinni. Í gær var það "Thinking of You" með Sister Sledge. Enda búin að blasta það í drasl.

Heyrði það líka á Sirkus á föstudagsnóttina/morguninn þegar við stelpurnar enduðum drullugri en elgir eftir veru okkar þar. Er moldargólf á Sirkus? Einhver?Hvað um það.

Við skemmtum okkur alveg ágætlega í drullubaðinu.



(Soldið krípi samt hvað ég brosi breitt).

Já hvar var ég (athyglisbrestur.is), í dag er lagið mitt aftur á móti "If She Wants Me" með Belle And Sebastian. Frábær texti hjá honum Stuart. Hann kann greinilega að skrifa.

Þetta er uppáhaldsparturinn minn:

I’m going deaf, you’re growing melancholy.
Things fall apart, I don’t know why we bother at all.
But life is good and it’s always worth living at least for a while.

If I could do just one near perfect thing I’d be happy.
They’d write it on my grave, or when they scattered my ashes.
On second thoughts, I’d rather hang around and be there with my best friend,
If she wants me.

Mig langar aftur á tónleika með þessum meganördum sem kunna á ll hljóðfæri heimsins og eru stórskemmtileg á sviði.

mánudagur, júlí 24, 2006

Fræga fólkið

Var í bænum með happy crew og Árna á föstudaginn og fer Maggi að spjalla við stúlku sem ku vera af Skaganum (lesist sveitinni).

Ég vind mér að henni og segist kannast við hana.

Stúlka úr sveit réttir fram hönd: "Kolbrún Ýr - sundkona"
Ég: "Já já heppin þú"

(fatta svo að þetta er vinkona Sunnu sem ég hitti einmitt fyrir stuttu með Sunnu á djamminu (sundkonan greinilega blekuð þá).

Ég: "Nei, það er ekki það, ertu ekki vinkona Sunnu?"

Þá bara breytir hún um ham og verður eðlileg.

Wot?

Hver kynnir sig svona í fyrsta lagi? Á maður að taka þetta upp?

"Sara - uhhh veit ekki hvað ég á að segja hér, enda ekki fræg"

(Reyndar kynnti ég mig einu sinni sem "Gígja", var svo stressuð þegar einhver sætur Dani kom að tala við mig í tíma úti í Djéká. Gígja kynnti sig sem Gígja (skrýtið) og ég gerði bara slíkt hið sama. Panikkaði um stund)

En kommon fólk. Hættið þessu rugli. Ég er komin með nóg af þessu.

laugardagur, júlí 22, 2006

The Kooks

Hvernig er hægt að vera svona einmana með allt þetta fólk í kringum sig?

Hættu þessu væli Sara.

Annars er uppáhaldslagið mitt í dag "She moves in her own way" með The Kooks og kannski líka "The One" með Trabant.

Elska þessi lög.

Og ef þið ýtið á linkinn þá eignist þið a.m.k. annað þeirra líka. Heppin.

The Kooks - She Moves In Her Own Way

sunnudagur, júlí 16, 2006

Letibloggari

Ég sakna þess svo að vera í skóla að þetta blogg verður í svona punktaformi:

  • Sólin er komin. Það er fínt
  • Akkru var ég að drekka þetta freyðivín í gær?
  • Ég ætla að hætta að hanga í tölvunni og lesa ógsla mikið af bókum það sem eftir er sumars
  • Keypti tvær áðan.
  • Sara alltaf að spara eða þannig.
  • Mig langar til Djéká.
  • Var að kaupa ógsla stórt rúm.
  • Nú er bara að stofna fjölskyldu.
  • Ég leita baki brotnu að góðu sushi-i hér á landi en finn ekki það fullkomna. Hvað er það?
  • Ég rugla apríl og júlí saman hægri vinstri.
  • Ég á 106 vini á mæspeis.
  • Ef ég fæ miða þá mæti ég galvösk á Sufjan og Morrissey.
  • Uhhhh já hann Magni er nú alveg ágætur að komast í svona þátt. Sökkar samt í á móti sól.
  • Framvegis ferðast ég bara með Hawaian Airlines.
Leiter

mánudagur, júní 26, 2006

Mig langar...

að djamma.

Komin með nóg af því að vinna (er alveg búnað vinna í tvær vikur. Tveimur vikum of mikið verð ég að segja).

Er ekki hægt að vinna við það að þú veist hanga á emmessenn? Það væri sweeet.

Leiter

by ðe way, fór á Barinn um helgina. Fáránlega heitur staður. Ogguponsumikið af fólki þarna en maður stendur þá bara kjurr.

sunnudagur, júní 18, 2006

Talandi te

Ég er í rosalega skemmtilegri vinnu. Til dæmis þegar ég fæ mér te í kaffistofunni, fylgir alltaf svona boðskapur með í kaupbæti (ég er reyndar ekki að kaupa teið mitt svo þetta er alveg rosalegur plús við gefins te). Teið mitt sagði við mig síðast:

"The great and glorious masterpiece of man is how to live with a purpose".

Ég er ekki að hata svona spakmæli neinei. Framvegis verður hápunktur dagsins alltaf þegar ég fæ mér te (ef ég fæ mér te). Spennandi að sjá hvaða spakmæli ég fæ með í hvert sinn. Ohhh ég get ekki beðið.

Best að gefa eitt lag svona í engu tilefni. Frekar sorglegt lag en ótrúlega vel raddað á köflum. Ég elska fallegar raddanir ef þið vissuð það ekki.

Joshua Radin: Winter


föstudagur, júní 16, 2006

Smirnoff

Ég er búin að taka gleði mína á ný. Rigningin mikla getur ekki einu sinni dregið mig niður. Ætla að drekka fuuu uuuullt af Smirnoffinum mínum í kvöld. Væri samt alveg til í að fara á Da Dawg House. En ellefan dugar alveg í þetta sinnið.

Búin að skrifa ferðasögu sem er einar átta blaðsíður í Word (nennti ekki að tekka hana). Aldrei að vita nema ég birti hana á veraldarvefnum, ritskoðaða að sjálfsögðu.

L

laugardagur, júní 10, 2006

New Slang

Einhverntímann tekur allt enda og á það svo sannarlega við um útskriftarferðina mína. Hún er á enda runnin og ég finn ekkert nema sorg í hjarta að vera komin heim. Undarleg tilfinning. Er nývöknuð eftir 17 tíma svefn. Geri aðrir betur. Lag ferðarinnar er án efa "New Slang" með The Shins. Lag sem við Tómas Karl hlustuðum á óspart í ferðinni og rauluðum þess á milli, úúú úúúúú úúúúúú úúú. "This song will change your life", skv. Garden State. Textinn er mjög fallegur og birti ég hann hér með. (Þetta er by the way frekar glötuð færsla hjá mér. Mér til málsbóta er ég nývöknuð.)

Gold teeth and a curse for this town were all in my mouth.
Only, i don't know how they got out, dear.
Turn me back into the pet that i was when we met.
I was happier then with no mind-set.

And if you'd 'a took to me like
A gull takes to the wind.
Well, i'd 'a jumped from my tree
And i'd a danced like the king of the eyesores
And the rest of our lives would 'a fared well.

New slang when you notice the stripes, the dirt in your fries.
Hope it's right when you die, old and bony.
Dawn breaks like a bull through the hall,
Never should have called
But my head's to the wall and i'm lonely.

And if you'd 'a took to me like
A gull takes to the wind.
Well, i'd 'a jumped from my tree
And i'd a danced like the kind of the eyesores
And the rest of our lives would 'a fared well.

God speed all the bakers at dawn may they all cut their thumbs,
And bleed into their buns 'till they melt away.

I'm looking in on the good life i might be doomed never to find.
Without a trust or flaming fields am i too dumb to refine?
And if you'd 'a took to me like
Well i'd a danced like the queen of the eyesores
And the rest of our lives would 'a fared well.

þriðjudagur, maí 16, 2006

Pakka?

Ég er að fara í þriggja vikna útskriftarferð til San Francisco jaddíjaddíjaddí á morgun.

Og af hverju er ég þá ekki að pakka?

Mig vantar aðstoðarmann.

Andvarp.

fimmtudagur, maí 04, 2006

GetaMac

Ég er að spá í að skipta bara yfir í makka.

Svo skemmtileg nýja auglýsingaherferðin þeirra.

Ég meina, hver vill ekki eiga tölvu sem kemur frá fyrirtæki sem gerir ekkert annað en hnyttnar skemmtilegar auglýsingar? Pant ég!

sunnudagur, apríl 23, 2006

Ég ætla að vera plötusnúður þegar ég verð stór

Your Career Type: Artistic

You are expressive, original, and independent.
Your talents lie in your artistic abilities: creative writing, drama, crafts, music, or art.

You would make an excellent:

Actor - Art Teacher - Book Editor
Clothes Designer - Comedian - Composer
Dancer - DJ - Graphic Designer
Illustrator - Musician - Sculptor

The worst career options for your are conventional careers, like bank teller or secretary.

mánudagur, apríl 10, 2006

Endalaus hamingja!


Birna er komin til Íslands. Páskafríið er byrjað OG ég á 30 vini á mæspeis.

Hvað er þetta mæspeis eiginlega? Ég bofsa allavega ekkert í því. Best að finna sér fleiri vini!

Já ekkert nema hamingja. Kannski gleymi ég því þá að ég hafi verið blakkát punktur is á Aðalfundinum og segir sagan, verið að bögga fólk og subbað á nýju fallegu kápuna mína. Segi ykkur ekki hvað subbið var. Aukaatriði. En sem sagt. Best að vera hamingjusamur. Þýðir ekkert annað.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Hrúturinn

Hrúturinn er hreinlega ósigrandi.
Aðrir fylkja sér að baki hans,
enda skynja þeir að hvert sem
hann er að fara hlýtur áfangastaðurinn
að vera spennandi. Finnst þér ekki gott
að hafa fylgismenn? Einhver þarf að leiða,
og það getur allt eins verið þú.

Já, þetta er ég í hnotskurn.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Velgengni

Undanfarna daga hef ég iðað í skinninu af spenningi því mig langaði svo að sjá nýju auglýsinguna frá hinu frábæra fyrirtæki Glitni (er það ekki bílaþvottastöð annars). Sella benti nefnilega á strætóskýli um daginn og sagði "Ohhhh það er svo sætur strákur sem leikur í þessari auglýsingu" og ég svara um hæl, "Já segðu!" En þetta svar mitt var ekki á rökum reist því ég hafði ekkert séð þessa auglýsingu. Aldrei heima skiljiði. Eina sem maður sér af þessum sæta strák á auglýsingaskiltum er svo hugsandi ennið og af því að dæma gæti hann alveg verið sætur jújú en auglýsinguna þráði ég þó að sjá í heild sinni.

Með þetta að leiðarljósi sest ég fyrir framan sjónvarpið núna rétt áðan reyndar með lappann í fanginu og heyri útundan mér "Velgengni er blablabla". Ég er mjööööög lengi að líta upp og tjékka hvaða langa auglýsing er í sjónvarpinu og hvað var þetta annað en Glitnis auglýsingin. Nema ég lít upp akkúrat um það leyti sem hún er að klárast og sé ekket nema ennið á þessum myndarlega strák (samkvæmt Sellu). Ég verð bara að láta þar við sitja.

Annars fór ég í bíó í gær á Capote. Mæli með henni. Mjög góð mynd þó Capote hafi verið með pirrandi rödd og sjálfhverfur mjög.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Lost æðið ógurlega

You scored as Charlie.
You're Charlie! Sweet, adorable and caring but with a bit of a bad habit.

Who is your "Lost" alter ego?
created with QuizFarm.com

Já þetta Lost æði er alveg að fara með mig. Þoli ekki þessa þætti en dównlóda þeim samt sem áður einu sinni í viku líkt og dyggur aðdáandi. Hvað er að mér?